3. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. september 2023 kl. 09:06


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:06
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:06
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:06
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:06
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:06
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:14
Ragnar Sigurðsson (RS), kl. 09:06
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:09
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:06

Teitur Björn Einarsson vék af fundi kl. 11:04. Vilhjálmur Árnason og Jódís Skúladóttir véku af fundi kl. 11:35.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2024 Kl. 09:03
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Helga Jónsdóttir, Kristinn Bjarnason, Óttar Snædal og Pétur Magnús Birgisson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu tekjukafla frumvarpsins og skattastyrkjaáætlun 2024.
Kl. 9:44. Hlynur Hreinsson, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Marta Guðrún Skúladóttir, Sólrún Halldóra Þrastardóttir, Elfar Hrafn Árnason og Hrefna Rós Matthíasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu gjaldahlið frumvarpsins, samsetningu aðhaldsaðgerða, áætlanir um launa- og verðlagsbreytingar o.fl.
Kl. 11:01. Högni Haraldsson og Katrín Oddsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu efnahag ríkissjóð, lánsfjármál og fjárhagsáhættur, ríkisábyrgðir og ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:43
Ákveðið var að senda frumvarpið til umsagnar. Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um tiltekin atriði. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:44
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:48